17.1.2007 | 20:06
Tíminn
Er ég að nýta tímann minn ?
Hver kannast ekki við tímaleysi eða réttara sagt tímaþjófa...
Ég sem einstaklingur, launþegi, helmingur af hjónabandi, faðir og vinur þá þarf ég töluverðan tíma til að getað sinnt mínum skildum. Til þess hef ég sama tíma og aðrir þ.e. :
- 24 klst í sólarhring
- 7 daga í viku
- 28 - 31 dag í mánuði
- 365 daga ársins
Á þessum tíma ætla ég að ná árangri á ýmsum sviðum:
- sem einstaklingur
- sem aðili að hjónabandi
- sem faðir
- sem vinur
- í vinnunni
- í aukavinnunni
- í samskiptum við annað fólk
Hvernig fer ég að því að auka afköst og tíma fyrir vinnu, fjölskyldu og vini ? Fyrst ætla ég að skoða hvað ég er að gera í dag, greinilega vill ég bæta mig en hvar? Ég á mér drauma og hef sett mér markmið sem ég veit að aðrir hafa náð svo ég veit að það er hægt. Það sem ég þarf að gera er að forgangsraða. Hvað með sjónvarp, internet, skipulag og fl. Ég á eflaust við sama vandamál að etja og margir aðrir þ.e. að horfa of mikið á sjónvarp, hanga of lengi á internetinu (eins og núna ) og almennt skipulag á vinnu og tíma. Jæja, núna er ég búinn að sparka duglega í sjálfann mig og kominn tími til að láta verkin tala, forgangsraða og framkvæma.
"Tíminn er dýrmætari en peningar. Þú getur eignast meiri pening, en þú getur ekki fengið meiri tíma"
Jim Rohn
Bloggar | Breytt 22.1.2007 kl. 09:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
16.1.2007 | 22:14