góð byrjun ...

Það að byrja fyrstu hugleiðinguna hér um tíma og tímaþjófa fór illa. Ég settist niður í dag og skrifaði framhald af því, þ.e. hversu framtakssamur ég væri og hvernig ég væri byrjaður að vinna í að forgangsraða, skipuleggja og gera mér almennt grein fyrir vinnunni sem fram undan er hjá mér. Tímaþjófur kom aftan að mér og ég varð undir í baráttunni við tæknina og færslan finnst ekki. Þannig að núna ætla ég að spara mér tíma í framtíðinni og læra betur á kerfið til að henda ekki óþarfa mínútum við skriftir. Alltaf er samt hægt að finna jákvæðar hliðar á öllum málum, ég kem til með að læra af þessum mistökum og að lokum, æfingin skapar...

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Björgmundur Örn Guðmundsson

Góður Siggi, hugsa jákvætt og taka svo næsta skref með stæl. Ég segi nú bara eins og hinir Herbarnir... KOMA SVO....

Björgmundur Örn Guðmundsson, 19.1.2007 kl. 01:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband