tölum saman

talkVar að hlusta á fréttir hjá fréttastofu ríkisútvarpsins (fréttin er hér) en talað var við Björgu Jónsdóttur skólastjóra Brúarskóla.  Brúarskóli sérhæfir sig meðal annars í að taka á móti börnum sem eiga í félags- og hegðunarerfiðleikum. Það að foreldrar tali ekki við börnin sín sé að hafa svona stór áhrif á félagsþroska og hegðun barna er verkefni sem auðvelt er að taka á. Byrjum að tala við börnin okkar.

Hvar eru börnin í forgangsröðinni ? hjá flestum eru börnin í efstu sætunum en krafan að skaffa nóg til að fjölskyldunni farnist vel, börnin komist í félags og tómstundarstarf, langir dagar í leikskóla, skóladagvist og fl. kemur í veg fyrir að börn og foreldrar þeirra læra að tala saman. Finnum gildin í okkar lífi, sköpum fyrst í huganum áður en við framkvæmum, teiknum húsið áður en við byggjum það.

Ef mín gildi og lífsreglur segja mér að taka frá tíma fyrir börnin mín og af hverju það skiptir mig máli gerir alla ákvörðunartöku auðveldari. Við erum endalaust að velja og hafna og fyrir fólk sem sífellt er að taka rangar ákvarðanir þá er gott að hafa gildin, leiðarljósin, lífsreglurnar og markmiðin á hreinu.

Það að vera búinn að ákveða leiðarljósin í lífinu gerir mér auðveldara að framkvæma eftir þeim. Hvað skiptir mig máli í lífinu ? Fjölskyldan, vinátta, hamingja, sjálfsvirðing, lífsgæði ... ? Þessi frétt kom á réttum tíma til að minna mig á hvað skiptir máli í mínu lífi. Þessi frétt vekur vonandi fleiri til umhugsunar hvert þeirra líf stefnir, hvert líf barnanna stefnir. Það að vera með hjálpartæki til að fina leiðarljósin er gott og get ég þá bent á bók Ingridar Khulman Tímastjórnun í starfi og einkalífi sem ég er að lesa þessa dagana.

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Katrín Snæhólm Baldursdóttir

Þetta er alveg rétt og satt!!! Það er undarlegt að fólk skuli hreinlega ekki hafa tíma til að spjalla við börnin sín.Sá þátt um daginn í sjónvarpinu þar sem sálfræðingur var fenginn inn á heimili þar sem mörg stór vandamál af alls konar toga voru í gangi. Það sem kom hvað oftast upp úr kafinu var það að foreldrar voru ekki að eiga nein samskipti við börnin sín og jafnvel ekki við hvort annað. Ríkti algert samskiptaleysi sem var að valda stórum hluta allra þessara vandamála.

Við erum einmitt að brjóta upp ákveðið vinnumunstur í okkar fjölskyldu og fara útúr vinnubrjálæðinu til að eiga meiri tíma saman sem fjölskylda. Það skrítna er samt að mörgum finnst við hálfklikkuð að setja forgangsröðina þannig upp að vinnan sé ekki númer eitt tvö og þrjú. Það skiptir hins vegar litlu máli..aðalatriðið er að hfa forgangsröð sem gefur lífinu gott gildi og ´syna í verki að manni sé alvara með þá röðun.

Gangi þér vel með þitt framtak.

Katrín Snæhólm Baldursdóttir, 22.1.2007 kl. 16:43

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband