29.1.2007 | 15:21
hvar eiga börnin heima ?
Það er að færast í vöx hér á landi að við foreldrar lengjum dvalartíma barnanna okkar á leikskólum landsins og er 9,5 klukkustunda vistun orðin mjög algeng. Ég var á fundi á föstudaginn síðasta þar sem þessi mál voru rædd frá sjónarhóli foreldra, atvinnurekenda og leikskólans. Það er í höndum okkar foreldranna að ákveða hver mun ala okkar börn upp, skólakerfið eða við sjálf.
Er það réttindi mín sem fullorðinn einstaklingur að fá að eignast barn eða er það réttindi barnsins að fá að eignast foreldra ?
Það þótti mér ansi sorglegt að eftir þennann fund á föstudag þá kom Spaugstofan með sína sýn á þessu máli. Sorglegt segi ég því það var of nálægt þeim raunveruleika sem búum við. Hvenær fara leikskólar að hafa opið fram á kvöld eða opið um helgar ? Hvenær fara grunnskólar að hafa opna gæslu fram á kvöld ? Hver kannast ekki við einhvern sem hefur barnið sitt á leikskóla eða hjá dagforeldrum allann daginn og fer svo í sína leikfimi eftir vinnu og barnið í gæslu á meðan eða Barnaland í Smáralind eða IKEA. Hvað á vinnutími barns að vera langur ?
Spaugstofan talaði um hagvöxt og næringu og að láta rafeindatæki sjá um uppeldi barnanna. Þessi umræða er auðvitað orðin gömul en er í fullu gildi. Barn þarf langa gæslu til að foreldrar geti unnið meira til að getað fengið stærri sneið af hagvaxtarkökunni til að getað keypt meira fyrir sig og barnið sitt. Það þarf lífsnauðdinlega hluti eins og tölvu og tölvuleiki, flatskjá frekar en gamla sjónvarpið, stærra herbergi (þar af leiðandi stærra hús fyrir fjölskylduna) fyrir græjurnar sínar og leikföng. Auðvitað kallar þetta á meiri vinnu foreldra, það er augljóst.
Hin hliðin er eins og ég velti fyrir mér hér áður (22. janúar 2007) þ.e. viðtal við skólastjóra Brúarskóla að það sé vaxandi vandi í þjóðfélaginu okkar að foreldrar eru hættir að tala við börnin sín. Hvað getum við gert til að auka samskipti okkar við börnin okkar. Hvað vaka börn lengi, tveggja til fimm ára börn ? Hversu langan tíma viljum við eiga af þeim vökutíma sem barnið á ? Viljum við meira en 50 % eða minna ? Hver og einn verður að finna það fyrir sig og forgangsraða svo út frá hvað fjölskyldan kæmist af með.
Hver vill lenda í því að koma á leikskólann til að sækja Þröst eftir 23 ára dvöl í leikskólanum af því að það var svo vitlaust að gera í landinu ?
Spurningin er
hvar eiga börnin heima ?
Athugasemdir
Þegar stórt er spurt verður oft fátt um svör. Mér finnst gaman að lesa pælingarnar þínar.
Auðvitað er langur "vinnudagur" barna áhyggjuefni. Málið er, að það er ekki bara það sem er áhyggjuefni.
- Hvernig er búið að fjölskyldunni í okkar velferðar þjóðfélagi í dag? Fjölskyldan er verðmætasta eining samfélagsins. Í henni liggur grundvallrar auðlind landsins.
Breyttir tímar kalla á breyttar þarfir, hjá því verður ekki komist. Þessi mikla neyslustefna sem ríkir á Íslandi er stefna sem gaman væri að sjá breytast. Það mundi margt breytast hjá íslenskum fjölskyldum ef fjölskyldurnar settust niður og ræddu saman um forgangsröðina á þörfum fjölskyldunnar Sannfærð um að börnin munu þar hafa margt gott fram að færa.
Guðrún Þorleifs, 30.1.2007 kl. 11:13
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.