7.2.2007 | 10:43
5 skref að jákvæðri hugsun
Nú skal það takast, að verða leiðinlega jákvæður, endalaust hamingjusamur eins og Sigga og Grétar í stjórninni.
Ég fann þessa punkta hjá Tony Robbins og ætla að skoða þá á næstu dögum og tileinka mér.
1.- ég ákveð að venja mig á að breyta rétt
- ég fókusa á það sem ég hef en ekki það sem vantar
- þessi vani skapar karakterinn minn, skapar mína manneskju, hvernig manneskja ætla ég að vera?
- fókusa á það sem ég hef núna
- stefnan er sett á að ekki komi ein neikvæð hugsun ekki eitt neikvætt komment og eftir 7 daga er ég ný manneskja
- ef það kemur neikvæð hugsun þá nefni ég hana ekki, heldur breytir hugsuninni yfir á jákvæða braut
- hægt er að takast á við erfið verkefni án þess að einblína á það neikvæða
- fókusa á lausnir, ekki dæma mig eða aðra, vera forvitinn ekki dómharður
- ekki dæma aðra sjá meira dæma minna
- aðrir hafa ekki alltaf rangt fyrir sér, ég hef ekki alltaf rétt fyrir mér
- Hvers vegna er ég eða hann / hún neikvæð, vera forvitin og finna afhverju fók er neikvætt, ástæða liggur yfirleitt að baki
- það er yfirleitt yndisleg persóna innan við þessa neikvæðu dómhörðu skel
- finna alltaf eitthvað jákvætt við fólk og þá helst við þá erfiðu og gefa hrós
- reyna að hjálpa fólki að sjá það jákvæða
- hvað hef ég, ég þarf alltaf að velja og hafna, það er ekki neikvætt að þurfa að velja, við getum ekki allt
- hvað er mikilvægast fyrir mig, setja fókusinn á það
- venja sig á að þakka það sem er ekki að ganga, viðurkenna það og gera breitingar
- ákveddu að vera ekki fullkominn, það er ekki möguleiki að vera fullkominn alltaf við öll tækifæri, ef ég rembist við fullkomnunina hleypi ég að neikvæðni og vonleysi
- ákveða hvað ég vil, bæta sig en ekki skjóta sig ef maður gerir mistök því ég veit að ég er ekki fullkominn
- eina leiðin til að mistakast er að hætta, gefast upp
- gera það að vana mínum að nota orðið trú og trúa
- lífið er grimmt og ég þarf eitthvað til að halda í á verstu tímum, hvað er betra en trú, trú á lífið gefur mikinn kraft
Athugasemdir
Frábærir punktar Siggi, við söknuðum þín á Tab team fundi í gær þar sem við vorum að fara yfir og ræða þessi mál!
Life will never be the same...!!, 7.2.2007 kl. 12:22
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.