8 mánuðir

Allt læstVá... allt er nú hægt. Það eru komnir c.a. 8 mánuðir síðan síðast var færð færsla inn á þetta bloggsvæði. Ég var að flakka á netinu undir miðnætti og sá þá að hægt var að nálgast glatað lykilorð á moggablogginu, vá þvílík uppgötvun :) Ég skellti mér að sjálfsögðu á eitt stykki nýtt lykilorð, skoðaði bloggið hjá kunningjum mínum og sá að ég verð að byrja aftur. Það er ekki eins og lífið hafi staðið í stað síðustu 8 mánuði, nei það er ekki svo. Fyrst skal nefna nýjasta demantinn minn, sá fjórði í röðinni, hún Hrefna Rún sem fæddist 26 mars á þessu ári. Þá eru börnin mín og Ásu orðin 4 - Halldór Logi 12 ára, Arnór Hugi 9 ára, Sigurjón Hrafn 7 ára og Hrefna Rún að verða 7 mánaða. Mikil hamingja (vinna:))hefur farið í barnauppeldið á heimilinu og eins gott að feður fái gott fæðingarorlof. Einnig er fjölskyldan að rembast við að reisa bæinn sinn, Eiðisvatn 1 hér í Hvalfjarðarsveit og vonandi fer það að ganga betur. Einnig hefur vinnan (áhugamálið) tekið mikinn tíma vegna stækkunar á húsnæði leikskólans Skýjaborgar ( www.skyjaborgin.is ) og fjölgun á börnum og starfsfólki. Að lokum ætla ég að setja inn mynd af henni Hrefnu Rún, njótið fegurðarinnar.

 

Hrefna Rún 6 mánaða

 

 Börn eru gullnáma. Hlutverk hinna fullorðnu er að fá gullið til að glóa.
Loris Malaguzzi

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Life will never be the same...!!

vááá hvað er gaman að heyra frá ykkur!

Hlakka til að fylgjast með blogginu en toppurinn væri náttúrulega að sjá ykkur bara um helgina, hvernig væri að "nýta" föstudagskvöldið með okkur?  Það er MEGA SEGA WT leiðtogaþjálfun á undan SUP skólanum, byrjar kl. 18.30.

Sjáumst og skjáumst!

Life will never be the same...!!, 17.10.2007 kl. 10:34

2 Smámynd: Solveig Friðriksdóttir

Halló halló, mikið hef ég saknað þess að hitta þig ekki svvooooooooo lengi. Í hvert skipti sem ég kem á skóla skima ég eftir þér elsku karlinn.  Hlakka til þegar þú mætir. 

Solveig Friðriksdóttir, 22.10.2007 kl. 11:57

3 Smámynd: Sigurður Sigurjónsson

Takk fyrir kæru vinkonur Solla og Díana. Það fer að styttast í að ég láti sjá mig meðal fólks aftur :) Hlakka til að hitta ykkur.

Sigurður Sigurjónsson, 23.10.2007 kl. 21:00

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband