25.10.2007 | 23:14
Smekkur
Ég hef veriđ svo heppinn ađ getađ leyft mér ađ hlusta á tónlist í gegnum árin, ekki allir sem gefa sér ţann tíma sem ţarf til ţess. Ég fór ađ velta fyrir mér nokkrum tónlistarmönnum sem ég hef hlustađ á síđustu ár og síđustu daga. Siggi Björns er skemmtilegur trúbadúr sem og Orri Harđar, Dóri í Vinum Dóra var einnig hlustađ mikiđ á á sínum tíma. Björn Jörundur vakti athygli mína međ Ný Dönsk, Megas međ sinni alkunnu snilli, Magnús Eiríksson og Baggalútur hefur alltaf átt góđa spretti og alltaf var beđiđ eftir jólalaginu frá ţeim. Núna síđustu misseri hafa tónlistarmenn eins og Benni Hemm Hemm, Hjálmar og Sprengihöllin vakiđ athygli mína ţó ekki hafi ég gert mér ferđ til ađ kaupa ţeirra tónlist, hlustađ á í útvarpi frekar.
En af hverju er ég ađ telja upp alla ţessa tónlistarmenn ?
Ţetta eru nokkrir nefndir tónlistarmenn sem eru ţađ hugrakkir ađ syngja fyrir okkur án ţess ađ hafa til ţess sérstaklega hljómfagra rödd, sumir ţeirra ţađ sem kallađ er "falskir", sem er frábćrt fyrir okkur hin sem einnig hafa miđur heppnađa söngrödd. Ég get alltaf tekiđ undir og sungiđ međ flestum ţessara tónlistarmanna án ţess ađ fá samviskubit yfir ađ skemma fyrir ţeim. Ég hćkka alltaf í útvarpinu og syng međ Magga Eiríks og Megasi svo einhverjir séu nefndir.
Ég held ađ röddin mín ráđi tónlistarvali mínu frekar en tóneyrađ góđa. Dćmi um erlenda tónlistarmenn sem ég hlusta einnig á:
Bob Dylan, Neil Young, Tom Waits, Violent Femms og svo má lengi telja.
Hvađ rćđur tónlistarsmekk mínum ? Ţínum ?
Ţegar stórt er spurt...
Bćta viđ athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hćgt ađ skrifa athugasemdir viđ fćrsluna, ţar sem tímamörk á athugasemdir eru liđin.