26.11.2007 | 12:27
Offitufaraldur þjóðarinnar
Var að lesa grein í fréttablaðinu í dag 26. 11. 2007 og í henni kemur fram nýr sannleikur að offitufaraldurinn muni kosta þjóðina aukalega 2 milljarða á ári. Eða er þetta það sem við höfum vitað lengi? Ég hef hlustað á Dr. Jón Óttar oftar en einu sinni spá því að við íslendingar munum taka hratt fram úr Bandaríkjamönnum í þessum efnum. Allt sem Kanarnir gera gerum við betur. Einnig mun veðrátta og skammdegi setja þunga sinn röngu megin á vogarskálarnar fyrir okkur. Það eru bara þeir hörðustu sem láta sig hafa það að fara út í gönguferðir og fleira til að hrista af sér hamborgarann.
Önnur frétt í sama blaði vakti athygli mína en einhver jákvæður einstaklingur vill bæta andrúmsloft Patreksfjarðar þessa dagana. Vonandi á þetta eftir að smita út frá sér og veggjakrotarar framtíðarinnar skilja eftir sig jákvæð uppbyggjandi skilaboð. Áfram þú... hver sem þú ert...
Athugasemdir
Já þessi þróun er skuggaleg og skuggalegt hvað börnin okkar eru orðin þung. Við getum okkar besta í okkar fagi þó oft á tíðum finnist manni maður bara vera að klóra í bakkann en höldum okkar striki ótrauð... áfram Herbinn :)
Solveig Friðriksdóttir, 3.12.2007 kl. 11:33
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.